top of page
GRAFÍSK HÖNNUN
MYNDSKREYTINGAR
ÞRÍVÍÐ MÓTUN

Ég hef fengist við flest sem viðkemur grafískri hönnun. Hef hannað fjölda vörumerkja, bæklinga og auglýsinga, einnig umbúðir, veggspjöld skjáauglýsingar og fl. Er einnig þokkalegur í hönnun vefborða.

Ég hef teiknað frá því ég man fyrst eftir mér og báru bækurnar mínar í barnaskóla það með sér hvert hugurinn stefndi. Get boðið upp á mismunandi stíla og aðferðir, teikningar með húmor og léttleika eða „alvarlegri“ myndir. Skoðið endilega safnið.

Þegar ég og félagar mínir stofnuðum Skrímslasetrið á Bíldudal fékk ég það skemmtilega verkefni að móta skrímslin í leir eftir lýsingum sjónarvotta úr skrímslasögum. Tvö þeirra er ég búinn að stækka í fulla stærð og eru þau til sýnis í setrinu.

bottom of page